Hoppa yfir í efnið

Uppsetning - Vefverslunartengill RdN í BC SaaS

Lýsing

  • Uppsetning á umhverfi vefverslunar inni í BC SaaS - nopommerce.
  • Uppsetning aðgangsheimilda og tengingar við vefnotanda (Netauthenticator/NA).
  • Stillingar á vefþjónustum í BC SaaS fyrir vefverslun ásamt NA viðbótum.
  • Settar inn stillingar í grunnsíðu vefverslunarinnar í samráði við vörustjóra viðskiptavinar. Dæmi um slíkar stillingar eru að setja upp staðalvöruflokka eða sér vefflokkatré.
  • Setja upp WebshopAPI í Azure webapp.
  • Stilla WebshopAPI á móti þjónustum í BC SaaS.
  • Koma á tengingu milli vefverslunarlausnar og BC SaaS umhverfisins.

Forsendur

  • Viðskiptavinur er með uppsett BC SaaS.
  • Opið er frá BC SaaS hýsingu yfir í Webapp sem hýsir WebshopAPI.
  • Rue de Net er með notanda fyrir þjónustu og notanda fyrir vefverslunina sem talar við vefþjónustur í BC.
  • Viðskiptavinur velur eitt af stöðluðu útliti sem í boði eru í safni BC SaaS fyrir notendaviðmót.

Framlag viðskiptavinar

  • Fyllir inn vefgögn sem eiga að fara út á vef.
  • Fyllir inn sendingarmáta og hvernig þeir eiga að skrást á sölupöntun.

Prófanir

  • Viðskiptavinur
    • Prófar hvort gögn syncist út á vef
    • Prófar hvort pantanir stofnist rétt í BC frá vef.

Athuga

  • Keyrsla á vefgögnum inn í BC SaaS er ekki innfalið í þessari verklýsingu. Sú vinna er innheimt skv. tímagjaldi.
  • RdN sér ekki um grafíska hönnun eða kóðun á sniðmáti.
  • Óski viðskiptavinur eftir frekari aðstoð, aðlögun eða þjónustu er tengist uppsetningu er hún innheimt skv. tímagjaldi.
  • Gagnlegur hlekkur til að kynna sér vefverslunartengilinn er í skjölunargátt RdN: Webshop Integration

Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.