Uppsetning - Viðskiptavinavefur Rue de Net
Lýsing
- Sett upp viðmót fyrir viðskiptamenn viðskiptavinar, sem þeir logga sig sjálfir inn í, til að sjá viðskiptamannastöðu og hreyfingar.
- Sett upp vefþjónusta sem tengir þær upplýsingar úr BC SaaS sem viðskiptavinur vill að sínir viðskiptamenn hafi aðgang að á vefnum.
- Eigi viðskiptavinir lista yfir þá viðskiptavini sem eiga að hafa aðgang að t.d. í eldri viðskiptavinavef eru viðskiptamenn merktir með aðgang. Annars sér viðskiptavinur sjálfur um að setja inn viðeigandi upplýsingar.
Forsendur
- Gert er ráð fyrir að verið sé að setja upp viðskiptavinavef í fyrsta skipti.
- RdN sér ekki um að upplýsa viðskiptamenn um nýjan vef.
Framlag viðskiptavinar
- Veitir upplýsingar um hvaða viðskiptavinir eigi að hafa aðgang að viðskiptavinavef.
- Veitir upplýsingar um hvaða upplýsingar viðskiptavinur á að hafa aðgang á á vefnum.
Prófanir
- Viðskiptavinur
- Viðskiptavinur setur sig í samband við nokkra viðskiptamenn um að senda þeim prófunarpóst með boði um aðgang.
- Skilar boðið sér til viðskiptavinar
- Skilast upplýsingarnar sem viðskiptavinur gefur upp inn í vefinn.
- Fær viðskiptavinur skilaboð frá viðskiptamanni að hann óski eftir aðgangi og skilar notendaauðkennið sér til hans.
- Getur viðskiptavinur virkjað aðgang viðskiptamanns og sent honum notendanafn og lykilorð.
- Getur viðskiptamaður loggað sig inn og hvaða upplýsingar sér hann.
- Viðskiptavinur setur sig í samband við nokkra viðskiptamenn um að senda þeim prófunarpóst með boði um aðgang.
Athuga
- Viðskiptamannastaða og hreyfingar ná jafnlangt aftur og afrituðu gögnin. Óski viðskiptamaður eftir hreyfingum fyrir þann tíma fer viðskiptavinur inn í eldra bókhaldskerfi og sækja þær upplýsingar þaðan.
- Eigi viðskiptavinur excel-skrá yfir viðskiptavini sem eiga að hafa aðgang er hægt að lesa þann lista beint inn í kerfið. Annars merkir viðskiptavinir eftir á hverjir viðskiptamenn skulu hafa aðgang.
- Ef varpanir eru til í eldri kerfi er hægt að lesa þeim inn úr excel skjali í rapidstart. Þessi vinna er innheimt samkvæmt tímagjaldi.
- Kynning á viðskiptavinavef er sérstakur verkliður.
- Gagnlegur hlekkkur til að kynna sér virkni lausnarinnar er að finna í skjölunargátt RdN: Customer Portal
- Óski viðskiptavinur eftir frekari þjónustu, aðstoð eða aðlögun á lausninni er innheimt fyrir hana skv. tímagjaldi.
Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.