Hoppa yfir í efnið

Uppsetning - Tollakerfi Rue de Net

Lýsing

  • Tollakerfi RdN er tengt við BC og settar inn grunnstillingar skv. upplýsingum sem viðskiptavinur veitir.
  • Settir inn kostnaðaraukar og númeraraðir tollskýrslna.
  • Í samstarfi við þjónustuaðila skeytamiðlunar og viðskiptavin er gerð prófun á ferli tollupplýsinganna milli BC SaaS, skeytamiðlara og tollsins.

Forsendur

  • Viðskiptavinur sér sjálfur um eigin tollafgreiðslur en nýtir sér ekki tollamiðlara.
  • Viðskiptavinur er þegar með samning við Deloitte og/eða Unimaze um skeytamiðlun.
  • Uppsetning og grunnstillingar miðast við eitt fyrirtæki.

Framlag viðskiptavinar

  • Afhendir notandanafn og lykilorð hjá skeytamiðlun og við x400 pósthólf.
  • Lykilnotandi tollkerfis lærir á kerfið og gerir nauðsynlegar prófanir.

Prófanir

  • Viðskiptavinur
    • Býr til prófunarskýrslu úr BC Saas og sannreynir að ferlið frá innkaupum til tollafgreiðslu virki.
    • Sendir prófunarskýrslu úr BC SaaS á EDI til tolls (prófunarumhverfi) og sannreynir að það skili sér rétt til tolls og fái tollafgreiðslu.
    • Sannreynir svo að upplýsingar bókist í samræmi við óskir viðskiptavinarins.
  • RdN
    • Setur upp kerfið, grunnstillingar og grunngögn (tollskrá o.fl). auk tengingu við skeytamiðlara.

Athuga

  • Kynning á tollakerfinu er sérstakur verkliður.
  • Hægt er að fá prófunaraðgang hjá skeytamiðlara til að senda skeyti. Viðskiptavinur óskar eftir aðgangi að umhverfinu.
  • Hægt er að fá aðgang að prófunarumhverfi tollsins til að senda test skeyti á tollalínu og fylgjast með því. Viðskiptavinur sér um að fá aðgang að því.
  • Öll aðstoð og þjónusta sem viðskiptavinur óskar eftir og tengist tollakerfinu er innheimt skv. tímagjaldi.
  • Gagnlegar upplýsingar um tollakerfið er að finna í skjölunargátt RdN: Customs

Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.