Hoppa yfir í efnið

Uppsetning - Tenging Rue de Net við handtölvur

Lýsing

  • Vefþjónustur eru tengdar til að opna fyrir neðan greindar aðgerðir í vöruhúsakerfi BC þannig að þær séu framkvæmanlegar í handtölvu.
    • Aðgerðir tengdar við birgðageymslur:
      • Talning.
      • Afhending.
      • Móttaka.
      • Aukning/minnkun.
      • Millifærslur.
    • Vöruhús:
      • Talning.
      • Afhending.
      • Tínsla.
      • Móttaka.
      • Frágangur.
      • Hólfamillifærsla innan sama vöruhúss.
      • Aukning/minnkun innan sama vöruhúss.
    • Verslanir (tengdar við LS Central SaaS)
      • Talning.

Forsendur

  • Viðskiptavinur er í viðskiptasambandi við þjónustuaðila handtölva og notast við handtölvur frá honum.

Framlag viðskiptavinar

  • Afhendir lista af birgðageymslum, vöruhúsum og/eða verslunum þar sem nota á tenginguna.
  • Fyrir hverja birgðageymslu / vöruhús / verslun gefur viðskiptavinurinn upp talningabók / birgðabók sem nota á þegar færslur eru lesnar inn. Miðað er við að nota sjálfgefnar bækur.

Prófanir

  • Viðskiptavinur
    • Prófar þær aðgerðir í handtölvu sem getið er í lýsingu.

Athuga

  • Kynning er ekki innifalin í þessum verklið. Fyrir hana er innheimt skv. tímagjaldi.
  • Í þessum verklið er einungis búnar til tengingar við þá virkni sem getið er í lýsingu. Önnur virkni sem tengist viðkomandi vöruhúsaferlum og telst ekki til staðalvirkni eru ekki hluti af þessum verklið. Þeir ferlar krefjast forgreiningar og úrvinnsla þeirra tenginga er innheimt skv. tímagjaldi.
  • Engin vinna er í þessum verklið sem tengist rakningu vöru. Fyrir þá þjónustu er innheimt skv. tímagjaldi.
  • Öll aðstoð við viðskiptavin og notendur handtölvanna er innheimt skv. tímagjaldi.

Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.