Hoppa yfir í efnið

Uppsetning - Rafrænir reikningar Rue de Net

Lýsing

  • Rafrænt reikningakerfi er tengt við BC SaaS
  • Kerfið grunnstillt skv. þeim upplýsingum sem viðskiptavinur veitir.
  • Sett er upp tenging við eina skeytaþjónustu skv. upplýsingum viðskiptavinar. (BII/NES).
  • Sett inn dreifisvæði rafrænna reikninga og tungumál.

Forsendur

  • Uppsetning og grunnstillingar miðast við eitt fyrirtæki.

Framlag viðskiptavinar

  • Afhendir nauðsynlegar upplýsingar fyrir uppsetningu til RdN.
  • Afhendir nafn skeytamiðlarans, notandanafn og lykilorð.
  • Ef um EDI samskipti er að ræða, þarf að senda EAN kennitölu per viðskiptavin/lánardrottinn.

Prófanir

  • Rue de Net
    • Prófar tengingu við skeytamiðlara.
  • Viðskiptavinur
    • Gerir rafrænan reikning til prufu, sendir einum viðskiptavini sínum og fær staðfest að hann hafi borist með skilum.
    • Tekur á móti prufu rafrænum reikningi og bý til innkaupareikning úr því sem er unnið alla leið í bókun og staðfestir að allt virki rétt.

Athuga

  • Ef varpanir eru til í eldri kerfi er hægt að lesa þær inn úr excel skjali í rapidstart. Þessi vinna er innheimt samkvæmt tímagjaldi.
  • Viðskiptavinur getur samið við eigin skeytamiðlun um að fá aðgang að testumhverfi til prófa að senda inn prufureikninga.
  • Óski viðskiptavinur eftir frekari aðstoð við uppsetninguna eða aðlögun er innheimt fyrir þá þjónustu skv. tímagjaldi
  • Gagnlegar upplýsingar um sérkerfið er að finna á skjölunargátt RdN: eDocs

Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.