Hoppa yfir í efnið

Uppsetning - Farmbréfakerfi Rue de Net

Lýsing

  • Tenging við límmiðaprentara staðfest.
  • Miðlarategund flutningsaðila valin fyrir alla flutningsaðila sem við á í kerfinu.
  • Sniðmát sett upp m.v. kvaðir flutningsaðila og notkun viðskiptavinar.
  • Grunnstillingar á kerfinu settar upp.
  • Í samstarfi við flutningsaðila eru gerðar prófanir á kerfinu með prófunarsendingum.

Forsendur

  • Viðskiptavinur er í viðskiptum við og með aðgang að vefþjónustum hjá 1 eða fleiri af eftirfarandi aðilum
    • Póstinum
    • Flytjanda
    • Landflutningum
  • Viðskiptavinur á límmiðaprentara til að prenta út strikamerki.

Framlag viðskiptavinar

  • Afhendir notendanafn, lykilorð og API slóð fyrir bæði raunumhverfi og prófunarumhverfi vefþjónusta flutningsmiðlara. Þessar upplýsingar fær viðskiptavinur hjá miðlara.
  • Afhendir notendanafn og lykilorð fyrir bæði raunumhverfi og prófunarumhverfi vefþjónusta Landflutninga. Einnig númeraseríu sem Landflutningar úthluta viðskiptavini fyrir farmbréf og SSCC fyrirtækjakóta frá Landsflutningum.
  • Afhendir API lykil frá Póstinum.
  • Lykilnotandi í farmbréfakerfis lærir á uppsetningu kerfisins og notkun.
  • Setur upp á sniðmát farmbréfs.
  • Stillir viðskiptamenn í kerfinu.

Prófanir

  • RdN
    • Notar prófunarham kerfisins til að staðfesta stofnun fylgibréf miðað við stillingar og sniðmát.
    • Staðfestir tengingu við límmiðaprentara.
  • Viðskiptavinur
    • Notar prófunarham kerfisins til að staðfesta stofnun fylgibréfa miðað við stillingar og sniðmát.
    • Útvegar og staðfestir, tengingu við límmiðaprentara.
    • Vinnur í samstarfi við flutningsaðila að prófunum á móti prófunarkerfum þeirra.
    • Bókar söluafhendingu.
    • Gengur úr skugga um að farmbréf hafi stofnast.
    • Sendir farmbréf á prófunarvefþjónustur flutningsaðila.
    • Prentar út strikamerki með límmiðaprentara.

Athuga

  • Kynning á farmbréfakerfinu er ekki innifalið í þessum verklið
  • Viðskiptavinir með vöruhús gæti verið með tengingu milli handtölvukerfis við farmbréfakerfið. Prófanir og uppsetning á þeirri tengingu er ekki innifalið í þessu verki og er innheimt skv. tímagjaldi.
  • Óski viðskiptavinur eftir aðstoð við uppsetningu eða aðlögun er sú þjónusta innheimt skv. tímagjaldi.
  • Frekari upplýsingar um farmbréfakerfið, uppsetningu og vinnslu er að finna í skjölunargátt RdN: Waybills

Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.