Uppsetning - Bankakerfi Rue de Net
Lýsing
- Bankakerfi Rue de Net er sett inn í BC SaaS.
- Bankconnector settur upp í hýsingu með viðeigandi búnaðarskilríki.
- Settar inn grunnstillingar viðskiptavinar, s.s. bankanotanda, tengingar við vefþjónustu og stillingargjöld.
- Viðskiptavinur fær leiðbeiningar um hvað þarf að fylla inn í stillingunum svo bankakerfið virki.
- Í prófunum viðskiptavinar koma í ljós frekari aðlaganir sem RdN gerir í samráði við viðskiptavin.
Forsendur
- Áætlun í uppsetningu miðar við uppsetningu fyrir eitt fyrirtæki og einn bankareikningi fyrir greiðsluferli.
- Uppsetning á hýsingarumhverfi fyrir sérlausnir Rue de Net sé lokið.
Framlag viðskiptavinar
- Ef viðskiptavinur er með sín eigin búnaðarskilríki
- Skilar inn PFX skrá og lykilorði.
- Ef viðskiptavinur notar búnaðarskilríki Rue de Net þá þarf ekki að skila inn frekari upplýsingum.
- Prófar bankatengingu með sínu bankanotanda (staðfesta tilvist bankareiknings, lesa inn færslur í afstemmingu, sækja ógreiddar kröfur í banka).
Prófanir
- Viðskiptavinur
- Prófar að stofna bankanotanda.
- Skráir bankanotandann sinn.
- Staðfestir tilvist bankareiknings (Velja vinnsla – staðfesta tilvist bankareiknings).
- Les inn færslur í afstemmingu. (RdN afstemming, velja bankareikning, Aðgerðir-Lesa inn færslur).
- Sækir innheimtukröfur úr banka og flytur inn í BC. (RdN útgreiðslubók, velja bankareikning – banki -> lesa inn ógreidda kröfu frá banka)
- Notandinn fær aðstoð frá viðskiptabankann sinn ef tengingin við bankann virkar ekki.
Athuga
- Vegna öryggiskrafna getur einungis viðskiptavinur sett inn ákveðnar upplýsingar í samráði við sinn viðskiptabanka.
- Þar sem íslenskir bankar gefa ekki tækifæri til þess að gera prófanir inni í sínu umhverfi, þá er ekki hægt að prófa allt greiðsluferlið áður en gangsetning fer fram.
- Frekari upplýsingar um bankakerfið er að finna í skjölunargátt Banking
Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.