Hoppa yfir í efnið

Grunnuppsetning - Verslanir LS

Lýsing

  • Uppsetning verslana í umhverfi viðskiptavinar með algengustu grunnstillingum og nauðsynlegum númeraröðum fyrir bókun uppgjöra verslunar.
  • Stofna helstu greiðslumáta fyrir verslanir.
  • Stilla upp birgðastöðvum verslana (gert ráð fyrir 1 verslunarbirgðastöð per verslun).
  • Aðstoð við bókunarstillingar verslana.
  • Keyra inn sniðmátsgögn fyrir virkni-, vélbúnaðar-, viðmóts-, stíl- og valmyndastillingar úr demó uppsetningu. Gera afrit af þeim stillingum fyrir viðskiptavin og skilgreina á verslanir.

Forsendur

  • Uppsetning er gerð fyrir eitt fyrirtæki.
  • Allir kassar í öllum verslunum eru keyrðir beint á móti SaaS (online) og engin speglun þörf.
  • Allar verslanir nota sömu greiðslumáta og eru í íslenskum krónum.

Framlag viðskiptavinar

  • Afhendir lista yfir fyrirtæki, allar verslanir fyrirtækisins (nafn og verslunarnúmer ef þegar skilgreint) og út af hvaða birgðastöð hver verslun selur (g.r.f.a. hver verslun sé með eina birgðastöð).
  • Viðskiptavinur fyllir sjálfur út nánari upplýsingar hverrar verslunar (heimilisföng, opnunartími, lógo o.s.frv).
  • Viðskiptavinur stillir sjálfur haus og fót á sölukvittunum fyrir hverja verslun og ber ábyrgð á að kvittun sé lögleg.
  • Viðskiptavinur ber ábyrgð á að yfirfara og tryggja að uppgjörsstillingar séu réttar.
  • Viðskiptavinur stillir sjálfur bókunarstillingar fyrir greiðslumáta og ber ábyrgð á öllum öðrum stillingum greiðslumáta.
  • Viðskiptavinur kynnir sér hvernig verslunarkerfið virkar LS Central hjálp

Prófanir

  • RdN
    • Hægt að bóka uppgjör.
  • Viðskiptavinur
    • Hægt að bóka uppgjör.
    • Staðfestir að bókun uppgjörs bóki rétt á birgðir og fjárhag.

Athuga

  • Óski viðskiptavinur eftir frekari aðstoð eða aðlögun er innheimt fyrir þá vinnu skv. tímagjaldi.

Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.