Grunnuppsetning - Starfslið
Lýsing
- Lesa inn tvö dæmigerð heimildasett.
- Stofna eitt „IT Admin“ starfslið kassa fyrir RdN til að nota við prófanir.
Forsendur
- Uppsetning er gerð fyrir eitt fyrirtæki.
Framlag viðskiptavinar
- Viðskiptavinur stofnar sjálfur starfslið verslana og skilgreinir heimildir þeirra. Tvö dæmigerð heimildasett koma uppsett.
- Viðskiptavinur kynnir sér hvernig verslunarkerfið virkar lS Central hjálp
Prófanir
- RdN
- Heimildasett séu til staðar.
- Hægt er að skrá sig inn á afgreiðslukassa og klára sölu með IT Admin starfsliði.
- Viðskiptavinur
- Starfslið stofnað af viðskiptavin virki.
- Starfslið hafi nægar heimildir til að framkvæma það sem þau eiga að gera.
- Starfslið hafi ekki heimildir til að framkvæma það sem þau mega ekki.
- Hægt er að skrá sig inn á afgreiðslukassa og klára sölu.
Athuga
- Algengt vandamál við gangsetningu er að starfsliði eru gefnar of þröngar heimildir og það hefur ekki heimild til að nota ákveðna greiðslumáta, gefa afslætti, ógilda sölu, ógilda línu o.s.frvs. Þessa prófun þarf viðskiptavinur að vanda.
- Óski viðskiptavinur eftir frekari aðstoð er innheimt fyrir hana skv. tímagjaldi.
Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.