Grunnuppsetning - Afgreiðslukassar LS
Lýsing
- Stofna afgreiðslukassa allra verslana.
- Stofna Device notendur fyrir alla afgreiðslukassa.
- Tengja Device notendur við rétta afgreiðslukassa í gegnum Retail User stillingar.
- Uppsetning á viðmóti afgreiðslukassa út frá stöðluðu sniðmáti úr sniðmátasafni.
- Kassavalmynd fyrir greiðslumáta sniðin að þeim greiðslumátum sem viðskiptavinur velur.
Forsendur
- Uppsetning er gerð fyrir eitt fyrirtæki.
- Allir kassar í öllum verslunum eru keyrðir beint á móti SaaS (online) og engin speglun þörf.
- Viðmót á öllum kössum í öllum verslunum er eins.
Framlag viðskiptavinar
- Gefur upplýsingar um afgreiðslukassa
- Númer kassa (ef þegar skilgreint).
- Lýsing (t.d. við útgang, á efri hæð, hjá skódeild).
- Samráð um val á viðmótssniðmáti afgreiðslukassa.
- Upplýsingar um kortaposafyrirtæki sem viðskiptavinur er í þjónustu hjá (ath. aðeins posar studdir af LS Pay eru í boði sjá lista:LS Central Pay
- Viðskiptavinur kynnir sér hvernig verslunarkerfið virkar help.lscentral.lsretail.com.
Prófanir
- RdN
- Hægt er að skrá sig inn á afgreiðslukassa og klára sölu.
- Hægt er að gefa út gjafakort og inneignir.
- Hægt er að greiða með gjafakorti og inneignum og gjafakort/inneign nýtist.
- Viðskiptavinur
- Hægt er að skrá sig inn á afgreiðslukassa og klára sölu.
- Hægt er að gefa út gjafakort og inneignir.
- Hægt er að greiða með gjafakorti og inneignum og gjafakort/inneign nýtist.
- Staðfesta viðmót og virkni afgreiðslukassa.
- Staðfestir útlit á sölukvittunum fyrir verslanir.
Athuga
- Eftirfarandi atriði eru ekki hluti af þessum verklið. Kjósi viðskiptavinur að fela RdN að framkvæma neðangreinda liði er sú þjónusta innheimt skv. tímagjaldi.
- Sérstilling á viðmóti einstakra afgreiðslukassa.
- Sérstillingar á viðmóti afgreiðslukassa umfram val á sniðmáti og hnappa fyrir alla greiðslumáta.
- Uppsetning birgðauppflettingu á afgreiðslukassa.
- Þýðingar á valmyndum á afgreiðslukössum. Það er afhent á ensku, en viðskiptavinur getur þýtt sína hnappa.
- Uppsetning á afgreiðsluvélum.
- Uppsetning á jaðartækjum afgreiðsluvéla (t.d. prentari, kortaposi, skanni, skúffa o.s.frv.).
- LS Central SaaS online uppsetning krefst mjög áreiðanlegrar nettengingar. Það er á ábyrgð viðskiptavinar að hafa netmál verslana í lagi. Rue de Net mælir með því að hugað sé að 4G varaleiðum og öðrum varrúðarráðstöfunum.
Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.