Kynning - Tollakerfi
Lýsing
- Ráðgjafi RdN kynnir lausnina fyrir þeim sem eiga að hafa aðgang að tollakerfi.
- Farið er í gegnum helstu aðgerðir:
- Stofngögn og stillingar.
- Stofna tollskýrslu út frá innkaupapöntun.
- EDI samskipti við toll.
- Vinna úr skuldfærslu frá tolli og bóka tollskýrslu.
- Leiðrétta tollskýrslu (afgreiðsla 2).
Forsendur
- Notendur hafa aðgang að tollakerfi skv. heimildum.
- Notendur hafa aðgang að tollalínu og prófunarumhverfi tolls.
Framlag viðskiptavinar
- Vera tilbúinn með eldri tollskýrslu til að herma eftir.
- Viðskiptavinur hefur gengið frá samningi við skeytamiðlara
- Viðskiptavinur hefur gengið frá prófunarumhverfi við toll til að fá prufusendingarnúmer.
Athuga
- Miðað er við að kynningin fari fram einu sinni og síðan séu notendur virkir að prófa lausnina og virkni.
- Kynningarglærur eru afhentar lykilnotendum.
- Einnig er lýsing á kerfinu á skjölunargátt RdN: Customs
- Óski viðskiptavinur eftir frekari aðstoð við notkun kerfisins er innheimt fyrir þá þjónustu skv. tímagjaldi.
Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.