Hoppa yfir í efnið

Kynning - Samþykktakerfi

Lýsing

  • Ráðgjafi kynnir lausnina fyrir þeim sem eiga að hafa aðgang að samþykktakerfi. Farið er í gegnum helstu aðgerðir s.s:
    • Stofna reikning/kreditreikning úr lista skannaðra mynda.
    • Stofna samþykkjendahópa.
    • Stofna notendur fyrir samþykktavef.
  • Senda reikning í samþykkt.
  • Samþykkja/hafna reikningi í BC og á vefnum.
  • Bóka samþykktan reikning.

Forsendur

  • Notendur hafa aðgang að samþykktakerfinu skv. heimildum

Framlag viðskiptavinar

  • Hefur skilað upplýsingum um samþykkjendahóp til að stofna.
  • Er tilbúinn með notendur sem þarf að stofna fyrir samþykktavef.
  • Er með prófunarreikninga í pdf til að lesa inn og stofna reikning Í BC.
  • Er með samþykkjendahóp tilbúinn til að geta sent til samþykktar og fengið samþykki.
  • Er með notanda að samþykktavefnum til að geta fengið samþykki á vefnum.

Athuga

  • Kynning fer fram einu sinni.
  • Gert er ráð fyrir því að lykilnotendur taki þátt í kynningunni og kynni virknina fyrir öðrum í samþykktahópunum.
  • Komi óskir frá viðskiptavini um aðstoð við almenna virkni kerfisins er greitt fyrir þá þjónustu skv. tímagjaldi.
  • Frekari lýsingar og leiðbeiningar er að finna í skjölunargátt RdN: Approvals

Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.