Kynning - Rafrænir reikningar RdN (eDocs)
Lýsing
- Ráðgjafi RdN kynnir kerfið fyrir þeim sem eiga að hafa aðgang að rafrænu reikningakerfi
- Farið er yfir helstu aðgerðir s.s:
- Skrá viðskiptamenn sem taka á móti rafrænum reikningum..
- Senda rafrænan reikning til viðskiptamanna.
- Sækja rafræna reikninga inn í bókhald.
- Stofna varpanir fyrir innkaupareikninga í BC.
Forsendur
- Notandi hefur aðgang að rafræna reikningakerfinu (eDocs) skv. heimildasetti
Framlag viðskiptavinar
- Er tilbúinn með viðskiptavin sem getur tekið á móti rafrænum reikningi.
- Hefur gengið frá samningi við skeytamiðlun um aðgang að prófunarumhverfi og afhendir prófunarreikning, notendanafn og lykilorð frá skeytamiðlara til að komast inn í umhverfi.
- Leggur fram prófunarreikning til að senda rafrænt.
Athuga
- Mikilvægt er að öll sem eiga að hafa aðgang að eDocs taki þátt í kynningunni.
- Miðað er við að kynningin fari fram einu sinni og síðan séu notendur virkir að prófa kerfið og virkni þess.
- Kynningarglærur eru afhentar lykilnotendum.
- Frekari lýsing og leiðbeiningar um kerfið er að finna í skjölunargátt RdN: eDocs
Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.