Hoppa yfir í efnið

Kynning - Launakerfi RdN

Lýsing

  • Kynning fer fram einu sinni.
  • Farið er yfir helstu aðgerðir:
    • Stofngögn, launakerfisgrunnur, launaliðir.
    • Starfsmannaspjaldið.
    • Stofna útborgun, forsendur launaseðils og búa til launaseðla.
    • Senda útborgun í útgreiðslubók.
    • Loka og bóka útborgun.
    • Senda skilagreinar.

Forsendur

  • Þátttakendur í kynningu eru notendur sem hafa aðgang að launakerfinu skv. heimildasetti

Framlag viðskiptavinar

  • Er með prófunarstarfsmenn til að setja upp í launakerfinu
  • Er með prufuútborgun til að vinna með

Athuga

  • Mikilvægt er að öll sem eiga að hafa aðgang að launakerfinu taki þátt í kynningunni.
  • Miðað er við að hún fari fram einu sinni og síðan séu notendur virkir að prófa kerfið og virkni þess.
  • Kynningarglærur eru afhentar lykilnotendum.
  • Frekari upplýsingar um notkun er að finna í skjölunargátt RdN Payroll
  • Óski viðskiptavinur eftir aðstoð við uppsetningu eða virkni kerfisins er innheimt fyrir þá þjónustu skv. tímagjaldi.

Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.