Hoppa yfir í efnið

Kynning - Grunnkerfi BC SaaS

Lýsing

  • Kynningin fer fram í húsakynnum viðskiptavinar.
  • Allir þátttakendur koma með tengda fartölvu og fylgja þeim aðgerðum sem kynntar eru.
  • Ráðgjafi RdN heldur almenna kynningu og fer í gegnum helstu aðgerðir.
  • Dæmi um aðgerðir sem farið er í gegnum eru þessar:
    • Hlutverkasetur og mínar stillingar.
    • Staðsetningar á grunneiningum kerfisins.
    • Persónulegar stillingar notenda.
    • Afmörkun lista.
    • Stofnun viðskiptamanns
    • Stofnun vöru
    • Stofnun sölu á viðskiptamann.

Forsendur

  • Kynningin fer fram einu sinni
  • Lykilnotendur taka þátt í kynningunni.
  • Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að lykilnotendur kenni öðrum innan fyrirtækisins sem ætlað er að vinna í kerfinu.
  • Allir lykilnotendur hafa tengt sig við kerfið áður en kynning fer fram.

Framlag viðskiptavinar

  • Viðskiptavinur hefur áður afhent upplýsingar um alla lykilnotendur.
  • Allir lykilnotendur hafa prófað að tengjast kerfinu áður en þeir koma til kynningarinnar.
  • Allir lykilnotendur koma með fartölvu.

Athuga

  • Hér er einungis um kynningu að ræða. Gert er ráð fyrir því að viðskiptavinur haldi áfram sjálfur að afla sér þekkingar á grunnlausninni með sjálfsnámi.
  • Allir lykilnotendur skulu taka þátt í kynningunni.
  • Notendur BC SaaS hafa aðgang að mismunandi hlutum kerfisins eða ólíkar heimildir til að framkvæma ýmsar aðgerðir.
  • Óski viðskiptavinur eftir því að kynningar fari fram aftur þá er innheimt skv. tímagjaldi.
  • Kynningarglærur eru afhentar lykilnotendum í lok kynningar.
  • Þjálfunarefni fyrir sjálfsnám er að finna víða á netinu og er reiknað með að viðskiptavinur nýti sér það.
  • Öll aðstoð við viðskiptavin sem snýr að almennri virkni og stöðluðum aðgerðum og viðskiptavinur óskar eftir í framhaldi af kynningunni er innheimt skv. tímagjaldi.

Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.