Kynning - Farmbréfakerfi RdN
Lýsing
- Kynning á uppsetningu farmbréfskerfisins og hvernig stilla megi sniðmát farmbréfa.
- Kynning hvernig farmbréf myndast við bókun á söluafhendingu.
- Kynning hvernig farmbréf eru stofnuð eftir bókun á söluafhendingu.
- Kynning hvernig viðskiptavinur stillir viðskiptamenn sína til þess að farmbréf myndist sjálfkrafa við bókun á afhendingu.
Forsendur
- Viðskiptavinur hefur aflað sér viðeigandi upplýsinga um aðgang að vefþjónustum sinna flutningsaðila.
- Viðskiptavinur á viðeigandi límmiðaprentara og hann er tengdur við tölvuna sem notar BC.
Framlag viðskiptavinar
- Notendanafn, lykilorð og API slóð fyrir bæði raunumhverfi og prófunarumhverfi vefþjónusta hjá Flytjanda. Þessar upplýsingar fær viðskiptavinur hjá Flytjanda.
- Notendanafn og lykilorð fyrir bæði raunumhverfi og prófunarumhverfi vefþjónusta Landflutninga. Einnig númeraseríu sem Landflutningar úthluta viðskiptavini fyrir farmbréf og SSCC fyrirtækjakóta frá Landflutningum.
- API lykil frá Póstinum.
- Viðskiptavinur stillir sína viðskiptavini með viðeigandi stillingum ásamt því að búa til og stilla sniðmátin á farmbréfunum eftir að kynningu er lokið.
Athuga
- Kynning fer fram einu sinni.
- Gert er ráð fyrir því að lykilnotendur taki þátt í kynningunni og kynni virknina fyrir öðrum notendum.
- Frekari aðstoð við notendur í kjölfar kynningar er innheimt skv. tímagjaldi.
- Í skjölunargátt RdN er að finna upplýsingar um farmbréfakerfið Waybills
Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.