Hoppa yfir í efnið

Kynning - Bankakerfi RdN

Lýsing

  • Ráðgjafi RdN kynnir bankakerfið fyrir þeim sem eiga að hafa aðgang að því.
  • Farið er í gegnum helstu aðgerðir s.s.
    • Stofna bankanotanda.
    • Tenging bankareiknings við banka.
    • Skrá bankareikning á lánardrottni (innlendur og erlendur).
    • Stofna kröfu og lesa inn kröfugreiðslur.
    • Senda og bóka útgreiðslur (innlendar og erlendar).
    • Bankaafstemmning.

Forsendur

  • Kynningin fer fram einu sinni.
  • Notandi hefur aðgang að netbanka fyrirtækisins.
  • Notandi hefur þekkingu á helstu aðgerðum í netbankanum (stofna kröfu, kröfugreiðslur, útgreiðslur, bankaafstemming o.s.frv).
  • Notandi hefur aðgang að bankakerfinu skv. heimildum.

Framlag viðskiptavinar

  • Viðskiptavinur hefur veitt þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að setja inn grunnstillingar í kerfið.
  • Leggur fram dæmi um vinnslu í bankakerfinu s.s. kröfur til að stofna, útgreiðslur, millifærslur og erlendar greiðslur.

Prófanir í kynningu

  • Viðskiptavinur
    • Stofnar bankanotendur og prófar b2b bankatengingu.

Athuga

  • Allir lykilnotendur í bókhaldi skulu taka þátt í kynningunni.
  • Notendur BC SaaS skulu hafa aðgang að mismunandi hlutum BC SaaS eða fullnægjandi heimildir til að framkvæma ýmsar aðgerðir.
  • Óski viðskiptavinur eftir því að kynning fari fram aftur þá er innheimt skv. tímagjaldi.
  • Kynningarglærur eru afhentar lykilnotendum eftir kynninguna.
  • Lýsing og leiðbeiningar er einnig að finna í skjölunargátt RdN: Banking
  • Frekari aðstoð við notendur í kjölfar kynningar er innheimt skv. tímagjaldi.

Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.