Uppsetning - LS Central SaaS
Lýsing
- Stofna LS Central SaaS umhverfi fyrir viðskiptavin og notendur.
- Kaupa og setja upp leyfi fyrir notendur.
Forsendur
- Viðskiptavinur og viðkomandi notendur eru þegar með gild notendaleyfi í M365.
- Viðskiptavinur er með tenant sem RdN getur stýrt.
Framlag viðskiptavinar
- Veitir upplýsingar um alla notendur sem eiga að hafa aðgengi að kerfi og hvernig leyfi. Hægt er að velja „Team Member“ eða „Essential“.
- Veitir upplýsingar um alla afgreiðslukassa (fjöldi verslana og fjöldi kassa í hverri verslun) til að skilgreina „device“ notendur.
- Veitir upplýsingar um kassanúmer ef þau eru skilgreind.
Prófanir
- RdN
- Staðfestir að skráning notenda virki.
- Staðfestir að LS Central SaaS sé upp sett.
- Staðfestir að íslenskur staðall sé inni og íslenskar grunnþýðingar á Busines Central og LS.
- Viðskiptavinur
- Allir notendur skrá sig inn og staðfesta að aðgangur virki.
Athuga
- Kassaviðmót er einungis afhent á ensku
- Einungis er verið að prófa að aðgangur notenda sé virkur
- Þessi verkliður felur ekki í sér stillingar sem tengjast öryggismálum eða stillingar á DNS.
Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.