Hoppa yfir í efnið

Uppsetning - Hýsingarumhverfi fyrir sérkerfi Rue de Net

Lýsing

  • Uppsetning hýsingarumhverfis sem þarf til að setja upp þau sérkerfi sem samningur kveður á um.
  • Uppsetningar á vefjum og vefþjónustum sem styðja við sérkerfi RdN.
  • Hýsingarumhverfið er sett í „Public Rue de Net cloud“ nema annað komi fram.

Forsendur

  • Miðað er við að þessi verkliður fari fram einu sinni, þ.e.a.s. að þegar liggi fyrir hvaða sérkerfi verða hluti af lausn viðskiptavinar.
  • Um er að ræða stöðluð sérkerfi og ekki er gert ráð fyrir að gerðar séu breytingar á virkni þeirra.
  • Uppsetningin er undanfari fyrir uppsetningu á Bankakerfi, Samþykktarvef og Viðskiptavinavef.

Framlag viðskiptavinar

  • Fyrir samþykktar og viðskiptavinakerfi þarf viðskiptavinur að tilgreina fyrir hvaða fyrirtæki setja á upp sérkerfin.

Prófanir

  • RdN
    • Tæknilegar innanhúsprófanir

Athuga

Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.