Hoppa yfir í efnið

Uppsetning - BC SaaS og Boltrics

Þessi verkliður lýsing því ferli sem hefst þegar búið er að undirrita verksamning milli viðskiptavinar og Rue de Net. Þessi verkliður er síðan fullunninn þegar BC/Boltrics umhverfi er afhent, tilbúið til sérstillinga.

Lýsing

  • Sett upp staðlað BC SaaS kerfi.
  • RdN sendir pöntun til Boltrics um uppsetningu og Boltrics stofnar þá pöntun í eigin verkefnakerfi.
  • Viðskiptavinur stofnar Microsoft Tenant og gefur Boltrics aðgang að ákveðnum öppum sem er.
  • Viðskiptavinur stofnar tvo External accounts fyrir bæði Rue de Net og Boltrics og sendir upplýsingar um notendanafn og lykilorð t.d. ruedenet@fyrirtæki.onmicrosoft.com og boltrics@fyrirtæki.onmicrosoft.com.
  • Rue de Net skráir upplýsingar um Tenant-ID og Tenant Name í verkefnakerfi Boltrics.
  • Rue de Net safnar upplýsingum um viðskiptavin (Kennitala, nafn, heimilisfang o.s.fr.) og kemur þeim upplýsingum áfram í verkefnakerfi Boltrics.
  • Boltrics tengir Microsoft umhverfi við Boltrics flutningakerfi.
  • Boltrics afhendir BC/Boltrics umhverfi tilbúið til notkunar. Upplýsingar um URL er geymt í verkefnakerfi Boltrics og er deilt með viðskiptavini.

Forsendur

  • Uppsetning er gerð fyrir eitt fyrirtæki.
  • Fyrir liggur undirritaður samningur um innleiðingu.

Framlag viðskiptavinar

  • Viðskiptavinur stofnar, eða fær þjónustuaðila til að stofna, Microsoft Tenant.
  • Viðskiptavinur veitir samþykki fyrir smáforritum (e. App) frá Boltrics. Boltrics sendir slóðir fyrir eftirfarandi smáforrit:
    • Boltrics Customer Maintenance Grant Consent url.
    • Datahub grant consent url.
    • Boltrics App Platform.
    • Boltrics 3PL-WebPortal.
    • Contact Boltrics IT Operations for Global Delegated Access Permissin (GDPR).
  • Viðskiptavinur stofnar notendur fyrir Rue de Net og Boltrics.

Prófanir

  • RdN
    • RdN skráir sig inn í umhverfi með notanda og lykilorði.
  • Viðskiptavinur
    • Skráir sig inn í umhverfi með sínum notanda og staðfestir að allir notendur komist inn.

Athuga

  • Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir því að lykilnotendur taki virkan þátt í kynningum og prófunum.
    • Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir að fara yfir þau ferli sem farið er yfir í kynningu, sérbreytingar, skýrslur og staðfestir að virkni sé sú sem þarfagreining segir til um.
    • Athugasemdir þurfa að berast fljótt til Rue de Net til að leiðbeina eða aðlaga.
  • Gagnlegur hlekkur
  • Kynning á uppsetningu og virkni er sérstakur verkliður og er innheimtur skv. tímagjaldi
  • Óski viðskiptavinur eftir aðstoð umfram kynningu þá er innheimt fyrir þá þjónustu skv. tímagjaldi.

Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.