Hoppa yfir í efnið

Stofnun fyrirtækis með tómu bókhaldi

Lýsing

  • Grunnlausn BC inniheldur sjálfgefinn bókhaldslykil í M365.
  • Viðskiptavinur getur valið að halda þeim bókhaldslykli eða að nota bókhaldslykilinn úr eigin bókhaldskerfi.
  • Taki viðskiptavinur ákvörðun um að nota ekki sjálfgefinn bókhaldslykil BC er tekið afrit af bókhaldslykli og viðeigandi upplýsingum viðskiptavinar og þeim stillt upp í BC SaaS.
  • Upplýsingar sem settar eru inn eru þessar:
    • Bókhaldslyklar.

Forsendur

  • RdN hefur aðgang að bókhaldskerfi viðskiptavinar.

Framlag viðskiptavinar

  • Tekur ákvörðun um notkun á víddum og bókunarflokkum við bókhaldslykla.
  • Viðskiptavinur stemmir af að bókhaldslykilL og viðeigandi stillingar séu réttar áður en innsetning fer fram.

Prófanir

  • RdN
    • Bókhaldslyklasett og stillingar hafa skilað sér á rétta staði inn í BC.
  • Viðskiptavinur
    • Viðskiptavinur fær afhent excel skjal og fer yfir að upplýsingarnar séu réttar.
    • Viðskiptavinur stemmir af að bókhaldslykil og staðfestir að viðeigandi stillingar hafi skilað sér

Athuga

  • Tímaáætlun verksins miðar við að gögn séu lesin inn einu sinni. Því er mikilvægt að viðskiptavinur fari vel yfir upplýsingarnar áður en þær eru lesnar inn.
  • Prófanir RdN fela ekki í sér notendaprófanir, heldur einvörðungu tæknilega athugun á því að gögnin hafi skilað sér á viðeigandi stað.
  • RdN veitir ekki ráðgjöf varðandi hvaða lyklasett viðskiptavinur ætti að velja.
  • Hafi viðskiptavinur hug á að gera breytingar á sínu lyklasetti við uppfærsluna er ráðlagt að flytja núverandi lyklasett inn í BC og að breytingar séu gerðar eftir gangsetningu.
  • Taki viðskiptavinur ákvörðun um að nota annað bókhaldslyklasett en fylgir í sýnilausn BC þá riðlast ýmsar grunnstillingar, sem kunna að valda ófyrirséðum villum við gagnainnlestur síðar í innleiðingunni.
  • Breytingar á grunnstillingum fyrir nýjan bókhaldslykil er ekki hluti af þessum verklið og eru innheimtar skv. tímagjaldi.

Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.