Raunuppfærsla gagna úr eldri útgáfu NAV í BC SaaS
Lýsing
- Gögn sem hafa verið flutt í prófunarflutning eru yfirskrifuð.
- Afrit er tekið af gagnagrunni viðskiptavinar og gögnin flutt á milli útgáfa NAV og upp í BC SaaS.
- Gagnagrunnurinn sem fluttur er „as-is“ á afritunardegi.
- Áður en afrit er tekið hættir viðskiptavinur að vinna í eldra kerfi.
- Engin vinna – hvorki í eldra fjárhagskerfi né í BC SaaS fer fram þar til gagnagrunnur er uppfærður og reiðubúinn í BC SaaS.
- Eftir að raunflutningur hefur farið fram vinnur viðskiptavinur ekki frekar í eldra bókhaldskerfi að undanskildum uppflettingum ef hann kýs það.
- Tími verksins er í takti við stærð á gagnagrunni sem þarf að uppfæra og aldri á útgáfunni sem er verið að flytja úr.
- Í undantekningartilfellum ef viðskiptavinur á eftir að framkvæma uppgjörsfærslur eða leiðréttingar í eldra kerfi þegar gangsetning fer fram, þá geta upphafstöður verið lesnar inn eftir að kerfi hefur verið gangsett.
- Verkferli á flutningi raungagna er sá sami og prófunarflutningur gagna.
Forsendur
- Uppsetning miðar við að prófunaruppfærsla hafi farið fram og gagnaflutningur hafi verið staðfestur af viðskiptavini.
- Þessi verkliður felur einungis í sér flutning á gögnum fyrir grunnlausnir BC.
- Verð miðast við að flutningur gagna fari fram á dagvinnutíma. Kjósi viðskiptavinur að flutningur gagna fari fram utan vinnutíma er verkið innheimt skv. tímagjaldi með álagi.
- Miðað er við að gagnaflutningur fari fram einu sinni fyrir eitt fyrirtæki. Ella er innheimt skv. tímagjaldi.
- Gagnaflutningur úr sérskrifuðum lausnum sem viðskiptavinur kann að hafa í núverandi bókhaldskerfi er ekki hluti af verkliðnum og er innheimt skv. tímagjaldi.
- Engin umbreyting á gögnum, t.d. breytingar á vörunúmerum, bókhaldslyklum o.þ.h. fer fram í flutningnum.
Framlag viðskiptavinar
- Viðskiptavinur veitir starfsmanni RdN fullan aðgang bókhaldskerfi sínu til að taka út gögn eða afhendir starfsmanni RdN afrit af gagnagrunninum.
- Að gera víðtækar prófanir í kerfinu og athuga hvort gögn og upplýsingar hafi skilað sér rétt. (Sjá prófanir í prófunarflutningi)
Prófanir
- RdN
- Ber tölur og upplýsingar í núverandi bókhaldskerfi saman við upplýsingar í BC SaaS og sannreynir að staðalgögn hafi flust í viðeigandi gagnatöflur í BC SaaS.
- Viðskiptavinur
- Framkvæmir allar aðgerðir sem hann hefur áður ákveðið að séu nauðsynlegar til þess að gangsetja BC SaaS.
- Framkvæmir aðgerðir sem hann telur nauðsynlegar að séu virkar fyrir gangsetningu.
- Dæmi um aðgerðir sem mikilvægt er að viðskiptavinur geri:
- Beri saman prófjöfnuð í BC SaaS við prófjöfnuð í eldra kerfi.
- Ber saman stöðu viðskiptamanna, lánadrottna og vörubirgða í núverandi bókhaldskerfi og í BC SaaS.
Athuga
- Innan þessa verks rúmast að laga þær villur sem koma í ljós sem orðið hafa í flutningi gagna þ.a. upplýsingar stemma ekki við sambærilegar upplýsingar í núverandi kerfi. Aðstoð við að læra á BC SaaS er ekki hluti af þessu verki heldur er hún innheimt skv. tímagjaldi.
- Stofngögn s.s. eins og bókhaldslyklar eru ekki uppfærðir. Því er brýnt að viðskiptavinur geri ekki breytingar t.d. á bókhaldslyklum frá því að prófunarflutningur gagna fer fram og þar til raunflutningur fer fram.
Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.