Bókun á stöðum í BC SaaS úr eldra kerfi NAV
Lýsing
- Markmið þessa verkliðar er að
- Sannreyna flutningsferli gagna og upplýsinga, þannig að þegar flutningar raungagna fer fram áður en BC SaaS er gangsett þá sé búið að lágmarka seinkanir og villuhættu.
- Sannreyna að stöðugögn hafi skilað sér inn í grunnlausnir.
- Greina hverjar eru nauðsynlegar og nægjanlegar aðgerðir og ferli sem viðskiptavinur þarf að geta framkvæmt í BC til þess að gangsetja lausnina.
- Greina hvaða aðgerðir/ferli viðskiptavinur vill fá inn í lausnina en er ekki nauðsynlegt að setja upp áður en lausnin er gangsett. Þau atriði eru flutt þar til eftir gangsetningu.
- Lýsing
- Viðskiptavinur veitir aðgang að sínum gagnagrunni.
- Upplýsingar og staða m.v. ákveðna dagsetningu eru afritaðar úr núverandi bókhaldskerfi viðskiptavinar og komið fyrir í BC SaaS. Upplýsingar flytjast og bókast á viðeigandi staði í BC SaaS.
- Þessar upplýsingar eru afritaðar og settar upp í BC SaaS:
- Viðskiptastöður viðskiptamanna.
- Viðskiptastöður lánadrottna.
- Vörulisti og birgðastaða.
- Forðalisti og staða.
- Stöður á fjárhagslyklum.
- Afbrigði á vörum.
- Meðan tekið er afrit af gagnagrunni vinnur viðskiptavinur ekki í núverandi bókhaldskerfi.
- Afritaður er gagnagrunnurinn „as-is“ á afritunardegi.
- Tími verksins er í takti við stærð á gagnagrunni sem þarf að uppfæra og aldri á útgáfunni sem er verið að flytja úr.
Forsendur
- Þessi verkliður felur einungis í sér flutning á gögnum fyrir grunnlausnir BC.
- Gagnaflutningur úr sérskrifuðum lausnum sem viðskiptavinur kann að hafa í núverandi bókhaldskerfi eru ekki afrituð og bókuð. Flutningur þeirra fer fram sérstaklega og er innheimtur skv. tímagjaldi.
- Miðað er við að verið sé að afrita upplýsingar úr eldri útgáfum NAV en ekki bókhaldskerfum þriðja aðila.
- Engin umbreyting á gögnum t.d. breytingar á vörunúmerum, bókhaldslyklum o.þ.h. fer fram.
Framlag viðskiptavinar
- Gerir víðtækar prófanir í kerfinu og athugar hvort gögn og upplýsingar hafi skilað sér rétt m.v. núverandi bókhaldskerfi.
- Skipar lykilnotendur innan síns fyrirtækis. Þeir hafa það hlutverk að:
- Sitja kynningar RdN á BC SaaS og kenna öðrum innan fyrirtækis viðskiptavinar á kerfið.
- Gera þær prófanir sem gert er ráð fyrir að viðskiptavinur framkvæmi.
- Taka ákvarðanir um hvaða virkni er nauðsynleg áður en BC SaaS er gangsett og hvaða virkni verður innleidd í kjölfarið.
Prófanir
- RdN
- Ber saman tölur og upplýsingar í núverandi bókhaldskerfi við upplýsingar í BC SaaS og sannreynir að allar upplýsingar hafi flust í viðeigandi gagnatöflur í BC SaaS.
- Viðskiptavinur
- Framkvæmir allar aðgerðir sem hann hefur áður ákveðið að séu nauðsynlegar til þess að gangsetja BC SaaS.
- Framkvæmir aðgerðir sem hann telur nægjanlegt að verði innleiddar eftir gangsetningu
- Dæmi um aðgerðir sem mikilvægt er að viðskiptavinur geri:
- Beri saman prófjöfnuð í BC SaaS við prófjöfnuð í eldra kerfi.
- Beri saman stöðu viðskiptamanna, lánadrottna og vörubirgða í núverandi bókhaldskerfi og í BC SaaS.
- Búi til viðskiptamann, lánadrottinn, sölureikning, innkaupapöntun og birgðafærslur.
- Geri uppgjör t.d. 1 mánaðar í BC SaaS og beri saman við uppgjörstölur úr núverandi bókhaldi.
- Geri virðisaukaskattsuppgjör.
Athuga
- Þessi afritun er ekki endanleg afritun fyrir gangsetningu. Sams konar gögn eru afrituð sólarhring áður en gangsetning fer fram og miðast dagsetning bókhaldsgagna þá við afritunardag.
- Innan þessa verkliðar rúmast að laga þær villur sem koma í ljós að orðið hafa í flutningi staðalgagna t.d. að upplýsingar stemma ekki við sambærilegar upplýsingar í núverandi kerfi.
- Aðstoð við að læra á BC SaaS er ekki hluti af þessum verklið. Hún er innheimt skv. tímagjaldi.
- Flutningur á gögnum sem tilheyra eldri sérlausnum viðskiptavinar geta kallað á að í BC umhverfi séu settar inn sambærilegar sérlausnir og í eldra kerfi. Gerð þeirra er ekki hluti af þessu verki og er hún innheimt skv. tímagjaldi. Einnig er flutningur gagna úr sérlausnum innheimtur skv. tímagjaldi.
- Gagnaflutningur miðast við eitt fyrirtæki og að gagnagrunnur sé ekki stærri en 24 GB. Sé gagnagrunnur stærri er sá tími sem gagnaflutningurinn tekur og er umfram verð í lýsingu innleiðingar innheimt skv. tímagjaldi.
- Engin umbreyting á gögnum, t.d. aðlaganir á vörunúmerum, bókhaldslyklum o.þ.h. fer fram í flutningnum
Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.