Afritun á stofngögnum og forstillingum í BC SaaS
Lýsing
- Stofnupplýsingar og forstillingar – þ.e. upplýsingar sem breytast sjaldan í bókhaldskerfi viðskiptavinar eru afritaðar úr núverandi bókhaldskerfi og settar inn í BC SaaS.
- RdN fær aðgang að bókhaldskerfi viðskiptavinar til þess að afrita þessar upplýsingar.
- Dæmi um stofngögn og stillingar eru:
- Númeraseríur.
- Stofngögn.
- Bókunarflokkar viðskiptamanna, lánadrottna, birgða og VSK.
- Grunnstillingar, afrúnnunargildi, fjárhagsgrunnur, víddir, innkaupa- og sölugrunnur, bókunarflokkar, birgðagrunnur, númeraraðir o.fl.
- Grunnmælieiningar.
- Lagerar.
- Dæmi um stofngögn og stillingar eru:
Forsendur
- Viðskiptavinur er að uppfæra bókhaldskerfi sitt úr eldri útgáfu Navision en ekki úr bókhaldskerfi frá þriðja aðila.
- Eingöngu er um að ræða flutning á stofngögnum inn í grunnlausnir BC en ekki gögn eða uppsetningar sem falla undir sérskrifaðar lausnir viðskiptavinar.
- Tímaáætlun miðast við að sett séu upp gögn fyrir 1 fyrirtæki og að stofngögn séu flutt inn einu sinni.
Framlag viðskiptavinar
- Tekur ákvörðun um notkun á víddum og bókunarflokkum við bókhaldslykla.
- Viðskiptavinur stemmir af að bókhaldslykill og viðeigandi stillingar séu réttar áður en innsetning fer fram.
Prófanir
- RdN
- Staðfestir að stofnupplýsingar frá viðskiptavini hafi skilað sér inn í kerfið
- Viðskiptavinur
- Staðfestir að stofnupplýsingar séu réttar eins og þær birtast í BC SaaS.
Athuga
- Þessi innsetning fer fram einu sinni í upphafi innleiðingar og er ekki endurtekin þegar raungögn eru uppfærð í aðdraganda gangsetningar.
- Tímaáætlun verksins gerir ráð fyrir að viðskiptavinur geri engar breytingar á stofnupplýsingum. Aðstoð við breytingar á stofngögnum eftir að þau hafa verið sett inn í BC SaaS er innheimt skv. tímagjaldi.
- Uppsetning á lager(um) sem krefjast rakningar á vörum er ekki hluti þessa verks og er innheimt skv. tímagjaldi
Viðskiptavinur skal hafa kynnt sér vel hvað í verklýsingunni felst. Öll atriði og öll vinna sem ekki er sérstaklega tilgreind í verklýsingum er innheimt skv. tímagjaldi.